Við sjáum um
Ísblástur
Ísblástur er öflug leið til að hreinsa viðkvæm svæði og hafa sumir líkt aðferðinni við töfra. Notast er við þurrís sem gufar upp þegar hann lendir á yfirborðinu. Þurríshreinsun hentar vel á svæði þar sem ekki er hægt að notast við vatn t.d. í viðkvæmum véla og tækjarúmum. Einnig er þurrísblástur viðurkennd hreinsilausn í álverum, virkjunum og raforkuverum og oftar en ekki eini raunhæfi kosturinn. Þurrísblástur hefur auk þess verið notaður við hreinsun á myglu og við eftirbrunaræstingar. Ísblástur er dótturfélag BG, sem lengi hefur verið eitt stærsta og öflugasta hreingerningarfyrirtæki landsins.
Ísblástur hreinsun
fyrir hreinsun eftir myglu
fyrir vélarrúm skipa
fyrir túrbínur og vélar
Hvernig fer hreinsun með þurrís fram
Þurríshreinsun er öflug aðferð til að hreinsa án tilfallandi óþrifnaðar sem stundum fylgir slíkri hreinsun sbr. sandblástur. Að lokinni þurríshreinsun er svæðið sem ræst var lítillega kaldara en umhverfið en ekki blautt og því er óhætt að fara skömmu síðar í frekari meðhöndlun á svæðinu gerist þess þörf.
Viðskiptavinir Ísblásturs eru
- Matvælaiðnaður
- Verktakar
- Fiskvinnslufyrirtæki
- Málmsmiðjur
- Skipasmíðastöðvar
- Útgerðir
- Álver
- Kísilver
- Prentsmiðjur
- Bifreiðaverkstæði
- Malbikunarstöðvar
- Verkfræðistofur
- Olíufélög
- Steypustöðvar
- Flugfélög
- Lyfjaverksmiðjur
- Skipafélög
- Húsfélög