Með ísblæstri sparast oft

háar fjárhæðir

Í verksmiðjum er að finna fjöldan allan af tækjum og hlutum sem hægt er að hreinsa með þurríshreinsun. Oft eru sum þessara tæki eða hluta ryðguð og jafnvel talin ónýt. Í sumum tilfellum hafa ný verið keypt í staðinn. Með ísblæstri sparast oft háar fjárhæðir þar sem slíkir hlutir og tæki nýtast á nýjan leik. Mætti þar nefna ýmsa vélarhluti, rafmótora, túrbínur og alls kyns mót og rúllur sem notaðar eru í iðnaði.

BG Ísblástur hefur á undanförnum árum komið að hinum ýmsu hreinsunum í verksmiðjum og hefur þar af leiðandi yfir mikilli reynslu og þekkingu að ráða.

Meðal verksmiðja sem hafa nota sér þjónustu BG Ísblásturs má nefna :

  • Prentsmiðjur
  • Stálsmiðjur
  • Álver
  • Matvælaverksmiðjur
  • Fiskverksmiðjur
  • Matvælaframleiðendur
  • Vélarúm í verksmiðjum
  • Orkuver

Panta þjónustu

Hafðu samband